Hráefni:
150 g smjör eða smjörlíki
100 g hveiti
50 g kókósmjöl
50 g Grahamsmjöl
(má einnig nota hveiti, ég nota alltaf grahamsmjöl)
100 g sykur
50 g púðursykur
1 bolli rabbabari, eða ber
1 bolli brytjuð epli
½ bolli brytjaðar döðlur
1 stk. fyllt karamellu súkkulaði (fæst ma. í Bónus)
ca 1-3 msk sykur
ca 1/2 tsk kartöflumjöl, ekki meira
Aðferð:
Smjör eða smjörlíki skorið í bita og hnoðað létt saman við þurrefnin í skál, (ég nota
matvinnsluvélina).
Ef smjörlíki er notað verður deigið viðráðanlegra. Rifsberjum, epla- og döðlubitum dreift jafnt
í botninn á smurðu glerformi, yfir þetta strái ég kartöflumjölinu, og
sykrinum.
Því næst er deigið, sem er laust í sér, mulið jafnt yfir. Möndluflögum stráð yfir, ef vill, (ég hef
aldrei notað þær)
Bakað við 175°C í 30 mín., eða þar til pæið verður ljósbrúnt á lit.
------------------------------
Berja eða rabbabarapai | Heitir eftirréttir | Uppskriftir | Matseld.is Page 1 of 2
http://www.matseld.is/uppskriftir/uppskriftir_prenta_ct.asp?ID=812 3.8.2008
Ég hef prófað þetta með rifs- sól- og bláberjum og rabbabara,
allt jafn gott, frysti bæði ber og rabbabara til að hafa í þetta.