Friday, October 7, 2011

Rækjusalat Helgu

1 lítill poki rækjur (þurrkaðar vel)
1 dós sýrður rjómi
1 dós majónes, lítil
1/4 dós ananaskurl (þurrkað vel)
Heins chili sauce - nokkrar skeiðar
Sweet chili sauce - 1 skeið

Smá chili duft, karrý og aromat

1/4 laukur
2-3 cm blaðlaukur, smátt saxað
1 rauð eða gul paprika
Steinselja

Gott að láta rækjurnar liggja í chilli sósunni áður en öllu er hrært saman.


 

Friday, September 16, 2011

Æðislega góð og auðveld fiskisúpa

Fiskisúpan ljúffenga (Rósa Guðbjartsdóttir)
Fátt jafnast á við góða fiskisúpu svo dásamlegar og saðsamar sem þær geta verið. Súpan er full af próteini og vítamínríku grænmeti og því afar holl og seðjandi.
Þessa súpu geri ég oft, jafnt hversdags sem og þegar ég á von á gestum en uppskriftina að henni er einnig að finna í matreiðslubókinni minni Eldað af lífi og sál.
Súpan slær alltaf í gegn enda einstaklega ljúffeng. Best finnst mér að hafa nóg af grænmeti í súpunni og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín í þeim efnum. Stundum bæti ég við grænmetistegundum, eins og brokkolí, blaðlauk eða blómkáli og breyti kryddunum þegar mig langar í virkilega bragðsterka súpu en fiskurinn á þó auðvitað að njóta sín.
Uppskriftin er fyrir fjóra
5-600 g fiskur (hvaða tegund sem er)
100-150 g rækjur
½ msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
1 paprika (hvaða lit sem er), kjarnhreinsuð og skorin smátt
2-3 gulrætur, smátt skornar
2-3 hvítlauksrif, marin
1 dós niðursoðnir tómatar
8 dl mjólk
2 dl matreiðslurjómi
(1 ½ dl hvítvín)
2 fiskiteningar
1 tsk. timjan
½ dl fersk steinselja, smátt söxuð
salt og grófmalaður pipar
Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíunni í potti við vægan hita. Bætið gulrótunum og paprikunni saman við og síðan tómötunum. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið mjólkinni útí og fiskiteningunum. Kryddið með timjan, salti og pipar og bætið síðan matreiðslurjómanum út í. Ef þið viljið nota hvítvín í súpuna þá minnkið annan vökva, mjólk eða matreiðslurjóma sem því nemur, td. um 1 og ½ dl. Hvítvíninu er þá bætt út í um leið og matreiðslurjómanum. Bætið loks fiskinum og rækjunum út í súpuna og látið rétt hitna í gegn áður en súpan er borin fram.
Gott er að gera grunninn að súpunni (allt nema rjómann, hvítvínið og fiskinn og rækjurnar) með nokkrum fyrirvara, td. nokkrum klukkustundum eða daginn áður og þá er hún geymd í kæli og hituð upp með öllu sem fer í hana. Stráið ferskri steinselju yfir áður en hún er borin fram.

Wednesday, August 17, 2011

Hrísgrjóna og rækjuréttur frá Kiddu

400 gr  rækjur
3 msk    mayones
1 msk  kryddblanda
hvítlauksduft
1 græn paprika
1 rauð paprika
½ dós mais baunir
2 bollar hrísgrjón
½ blaðlaukur

Ég setti líka sýrðan rjóma

Kryddblandan er óþekkt.
Ég notaði salt og pipar ,aromat season all

Sósan sem við vorum með á föstudaginn var bara graflax sósa

Sósan sem er með þessari uppskrift er svo hljóðandi:
3 msk hunang
200 gr mayones
4 msk SS sinnep
Sóssulitur (smá)
Dill  

Tuesday, July 5, 2011

Rabbabarapæ frá Dóru

Höfundur: AnnaBella
Hráefni:
150 g smjör eða smjörlíki
100 g hveiti
50 g kókósmjöl
50 g Grahamsmjöl
(má einnig nota hveiti, ég nota alltaf grahamsmjöl)
100 g sykur
50 g púðursykur
1 bolli rabbabari, eða ber
1 bolli brytjuð epli
½ bolli brytjaðar döðlur
1 stk. fyllt karamellu súkkulaði (fæst ma. í Bónus)
ca 1-3 msk sykur
ca 1/2 tsk kartöflumjöl, ekki meira

Aðferð:
Smjör eða smjörlíki skorið í bita og hnoðað létt saman við þurrefnin í skál, (ég nota
matvinnsluvélina).
Ef smjörlíki er notað verður deigið viðráðanlegra. Rifsberjum, epla- og döðlubitum dreift jafnt
í botninn á smurðu glerformi, yfir þetta strái ég kartöflumjölinu, og
sykrinum.
Því næst er deigið, sem er laust í sér, mulið jafnt yfir. Möndluflögum stráð yfir, ef vill, (ég hef
aldrei notað þær)
Bakað við 175°C í 30 mín., eða þar til pæið verður ljósbrúnt á lit.
------------------------------


Berja eða rabbabarapai | Heitir eftirréttir | Uppskriftir | Matseld.is Page 1 of 2
http://www.matseld.is/uppskriftir/uppskriftir_prenta_ct.asp?ID=812 3.8.2008

Ég hef prófað þetta með rifs- sól- og bláberjum og rabbabara,
allt jafn gott, frysti bæði ber og rabbabara til að hafa í þetta.

Friday, May 20, 2011

Veisla í vinnunni - Rabbabarapæ 20. maí 2011

Rabbabarapæ frá Ingunni
Í boði Gúggúl og starfsmannafélagsins Ellerts (gróðurvörur ehf), spurning hvort Goggi fari ekki að koma uppskriftum sínum á vefinn J
400-500 gr rabbabari,
2 dl. hveiti,
2 egg
2,5 dl sykur

Egg og sykur þeytt vel saman, síðan er hveiti og rabbabara bl.varl.saman við. Sett í vel smurt eldfast mót...Blandið saman 1,5 dl. hveiti og 1 dl púðursykur og 50 gr smjör og stráið yfir mótið. Bakað 180°C í 40 mín. Berið fram með ís.